Fagmennska
Góð þjónusta
Opið virka daga
9-12 / 13-17
Fyrirtækið Varmi ehf. var stofnað árið 1963 með það að markmiði að flytja inn og bjóða til sölu tæknibúnað og tæknilausnir á loftræsikerfum, hitakerfum og kælikerfum fyrir allar tegundir bygginga sem og ýmis sérkerfi. Má þar nefna heimili, skóla, skrifstofur, sjúkrahús, iðnaðarhúsnæði, verslunarhús, verksmiðjur, fiskþurrkklefa, tölvurými o.fl.
Sala og ráðgjöf við kaup á stjórntækjum og stjórnkerfum fyrir loftræsikerfi hefur ætíð verið sérgrein fyrirtækisins, allt frá einföldum stýringum fyrir hitakerfi upp í flókin hússtjórnarkerfi. Starfsmenn búa yfir sérþekkingu á þeim búnaði sem í boði er og veita aðstoð við tækjaval. Auk þessa bjóðum við nú til sölu tilbúin stjórnkerfi með rafskápum.
Varmi hefur á fimm áratugum byggt upp sérþekkingu á sínu tæknisviði og myndað traust viðskiptasambönd við marga þekkta og öfluga erlenda framleiðendur. Við getum því hæglega hannað heildarlausnir og veitt ráðgjöf um notkun þess búnaðar sem við bjóðum.
Starfsmenn Varma eru: